top of page

Í bókinni eru tekin fyrir fjögur þemu og við hvert þema eru ljóð sem mynda brýr milli ljósmynda, landslags og meginstefsins um jörðina sem móður.

 

Upphafið 

Það er vor og ég finn lyktina af sumrinu. Ég sest niður í mjúkan mosa á Snæfellsnesi, dreg djúpt andann og fylli lungun af hreinu íslensku lofti og orku. Þegar ég horfi í kringum mig tek ég eftir einstöku mynstri í hrauninu og í mosanum sem umvefur það. 

 

Ég heillast af þessum mismunandi formum og ákveð að festa nokkur þeirra á filmu. Þegar ég kem heim og skoða myndirnar finnst mér ég kynnast lífinu undir fótum mínum á nýjan hátt. Hjá mér kviknar einlæg þörf til að deila þessari fegurð jarðvegs sem oftast hverfur undir skósólann. 

 

Myndirnar vekja líka djúpa tengingu á milli móður náttúru og móðurinnar. Minnar eigin móður og ættmæðra minna og tengingu við sjálfa mig sem móður.

 

Hringformið táknar eitthvað sem er eilíft, það stoppar ekki og heldur áfram sama á hverju gengur. Hringurinn er einnig tákn fyrir mjúkar línur og vinalegt form, líkt og móðirin. 

Móðirin og móðir jörð. 

 

 

Einstaka ljóð birtast inn á milli myndanna. Ljóðin eru einskonar hugrenningar um tenginguna við hvert þema fyrir sig. 

Það var ekki ætlunin að semja ljóð samhliða myndefninu. Þegar leið á fann ég þörf fyrir að styrkja tenginguna á milli mæðra og móður jarðar þar sem ég upplifði mikla samlíkingu á milli þeirra. 

Má því segja að ljóðin hafi á einhvern hátt fæðst á meðgöngu ljósmyndanna.

 

Bækurnar eru númeraðar líkt og listaverk - Takmarkað upplag

Bókin er bæði á íslensku og ensku og þarf stundum að snúa henni í hring til að lesa textann.

Hringir - Circles Ljósmynda- og ljóðabók

kr7,900Price
    bottom of page