Íris Ösp er grafískur hönnuður og ljósmyndari með BA gráðu í hönnun og ljósmyndun frá Accademia Italiana í Flórens. Íris hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar, m.a. af mörkun fyrirtækja og einstaklinga, hönnun og umbroti tímarita og bæklinga, ljósmyndavinnslu, umbúðahönnun og myndlýsingum.
Hún hefur haldið þrjár einkasýningar á ljósmyndaröð sinni Hringir:
Fyrsti hlutinn, Hraun og mosi, var sett upp í Norræna húsinu vorið 2019, en þá var Íris búin að mynda hringi síðan 2016. Annar hluti, Fjaran, var svo sýndur í Gallerí Gróttu vorið 2020. Í apríl á þessu ári var sett upp einkasýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á fjórum fyrstu seríum Írisar ásamt því að halda útgáfuhóf á ljósmynda- og ljóðabókinni Hringir - Circles sem er safn úr fjórum seríum settar saman á nýstárlegan máta.
Sýningar

Norræna húsið
HRAUN OG MOSI
Fyrsta serían „Hraun og mosi“ var sett að hluta til upp í MATR, Norræna húsinu á Hönnunarmars vorið 2019 og stóð sýningin á endanum yfir í rúmt ár. Myndirnar töluðu afar skemmtilega við umhverfið í kringum Norræna húsið.
Íris Ösp með dóttur sinni Söru Lind

Gallerí Grótta
FJARAN
Í október 2020 höfðum við ekki tækifæri til að fara á margar listasýningar vegna Covid. Það voru því örfáir dagar þar sem hægt var að fara á sýninguna sjálfa og finna ilminn af sjávarþangi og hlusta á sjávarnið..
Ég ákvað í samstarfi við gallerí gróttu á seltjarnanesi að gera sýninguna Hringir vol.2 stafræna
Þari í sýningarsal Gallerí Gróttu

Jónshús - Köben
ÚTGÁFUHÓF
Í apríl 2022 var sett upp sýning ásamt útgáfuhófi á ljósmynda- og ljóðabókinni Hringir - Circles sem er samansafn á fyrstu fjórum seríum Hringja. Sýningin fór fram í Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Á sýningunni voru myndir úr öllum seríunum ásamt því að hægt var að nálgast bókina nýprentaða.
Hugað að uppsetningu í Jónshúsi, Kaupmannahöfn
"If you do what you love, you will actually not show up for work. - It was a phrase I adopted when I was younger, now with a lot of commitment and good support, it has become my reality."
Íris is a member of FÍT, an association of Icelandic illustrators and sits on the association's board.
Íris is also on the board of Grapika Íslandica, a new association of women in design in Iceland.
instagram:
hringir.circles
reykjavik underground
Nýjasta viðtalið